
Verið velkomin á vefsíðu Porn Addicts Anonymous (PAA) á Íslandi
PAA er 12 spora samtök með það markmið að hjálpa fólki að ná bata frá klámfíkn.
Við erum með nýliðafundi alla laugardaga kl.13:00 í Tjarnargötu 20 (gula.is).
Á fundunum er skipst á reynslusögum og lesið er upp úr lesefni PAA samtakanna.
Fundaskrá:
Laugardagur • Kl.13:00 • Sal A Nýliðadeild (blandað) Tjarnargata 20, 101 rvk
Það þarf ekki að láta vita fyrirfram um komu sína á fundina. Það er tekið vel á móti öllum með heitt á könnunni.
Það er nafnleyndaregla á fundum PAA. Það má ekki berast út fyrir fundina hverjir mæta.
Til þess að gerast PAA félagi þarf aðeins eitt: Löngun til að hætta að horfa á klám.
Inntöku- eða félagsgjöld eru engin, en með innbyrðis samskotum sjáum við okkur efnalega farborð
Hafa samband:
paareykjavik@gmail.com
Endilega hafðu samband ef þú hefur einhverjar spurningar.
Þú ert ekki einn/ein!
Alþjóðlegu samtökin eru með vefsíðuna:
pornaddictsanonymous.org

Mynstur klámfíknar
Þessi mynstur gætu verið gagnleg við að hjálpa þér að meta hvort þú eigir í erfiðleikum með klám.
Áhorfs- / leitarmynstur:
-
Alltaf að leita að meira klámi og skiptir þá engu máli hvað þegar er til staðar.
-
Að eyða peningum í klámneyslu án tillits til þess hvaða áhrif það hefur á fjárhag okkar.
-
Söfnun kláms í ýmsum myndum og skiptir þá engu máli hversu miklu við höfum þegar safnað eða eigum.
-
Endalaus leit að hinu „fullkomna“ efni.
Fíknimynstur:
-
Áhorf til þess að flýja tilfinningar.
-
Að eyða meiri og meiri tíma í að leita að klámi án þess að búa yfir getunni til að ákveða hvenær rétt sé að hætta.
-
Að fela klámefni, hvort sem það er á rafrænu eða öðru formi, til þess að tryggja að ekki „komist upp um okkur“.
-
Að hylja rafræna slóð á tækjum okkar.Einangrun frá vinum og fjölskyldu.
-
Að breyta athöfnum okkar eða áætlunum til þess að fóðra virka fíkn okkar.
-
Við vanrækjum skyldur okkar og skuldbindingar, okkar eigin þarfir eða þarfir annarra.
-
Við þurfum klám fyrir eða á meðan við stundum kynlíf með maka eða sjálfsfróun.
-
Við förum á ákveðna staði til þess að horfa á klám til þess að fá fixið okkar.
-
Við hreinsum tölvurnar okkar, önnur tæki og heimili okkar af öllu klámefni eftir hámhorf.
Hegðunarmynstur:
-
Vangeta til þess að fara að sofa án þess að horfa á klám.
-
Þörf til þess að horfa á klám áður en við förum að heiman.
-
Áhorf seint á kvöldin svo enginn taki eftir því.
-
Draumórar um nafnlausa kynlífsfélaga.
-
Óviðeigandi kynlífstengt orðfæri og brandarar.
-
Áhugi okkar á kynlífi með maka dofnar.
Réttlætingar / Mynstur lágs sjálfsmats:
-
Það vill hvort eð er engin/n fara með mér á stefnumót.
-
Engum/engri líkar við mig.
Þetta er öruggara.
-
Hverjum/hverrigetur líkað við mig? Ég er of ___________. Ég er ekki nógu ___________ fyrir neinn.
Afneitunarmynstur:
-
„Þetta hefur ekki áhrif á neinn nema mig. Ég er ekki að skaða neinn.“
-
„Núna ræð ég við þetta.“
-
„Þetta er ekki svo slæmt. Ég get hætt þegar ég vil.“
-
„Með klámi þá get ég alltaf fengið það sem ég vil.“
-
„Ég næ í það þegar mig langar.“
-
„Ég get alltaf náð í það.“
-
„Ég á eftir að gera það fyrr eða síðar hvort eð er.“
Höfundarréttur @ 2022 Porn Addicts Anonymous – Allur réttur áskilinn
PAA ráðstefnusamþykkt lesefni – september 2022
Loforð P.A.A.:
-
Við munum samþykkja okkur sjálf eins og við erum
-
Við munum samþykkja aðra eins og þau eru.
-
Við verðum alltaf „nóg“ eins og við erum, á meðan við höldum áfram að vinna Tólf reynsluspor og auðga andlegt líf okkar.
-
Viðhorf okkar til heilbrigðra samband við aðra munu þróast og vaxa.
-
Við munum uppgötva sátt í samskiptum við sjálf okkur og aðra.
-
Við munum, eins og það á við, eiga í heilbrigðum, ástríkum og nánum samböndum.
-
Við munum þekkja frelsi, hamingju og æðruleysi.
-
Við munum fylgja flæði lífsins og ekki vera aðskilin frá félögum okkar.
-
Við munum byrja að finna tilfinningar okkar aftur og tilfinningar okkar munu ekki stjórna gjörðum okkar.
-
Við munum uppgötva að æðri máttur hefur verið að framkvæma fyrir okkur það sem við gátum ekki sjálf.
-
Við munum nota innsæi okkar sem er leiðbeint af æðri mætti til þess að takast á við erfiðar aðstæður sem áður rugluðu okkur í ríminu.
Höfundarréttur Porn Addicts Anonymous – Allur réttur áskilinn
Uppfært í júní 2025
Hafa Samband
Netfangið okkar paareykjavik@gmail.com. Endilega hafðu samband við okkur, ef þú hefur spurningar.